Heiðursgesturinn okkar

Paulus NapatoqPaulus Napatoq kom um langan veg til Djúpavíkur. Hann býr í nyrsta þorpi Austur-Grænlands, þar sem 800 kílómetrar eru í næstu byggð.

Paulus var heiðursgestur á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík og mætti til leiks ásamt skólastjóranum sínum, Peter von Staffeldt.

Hann hefur verið blindur frá fæðingu en lærði að tefla í fyrra, þegar liðsmenn Hróksins heimsóttu þorpið hans. Síðan hefur Paulus náð frábærum árangri, sérstaklega eftir að hann fékk sérstakt blindratafl.

Paulus tefldi 5 skákir á mótinu og fékk 3,5 vinning. Hann vann 2, gerði 3 jafntefli og tapaði engri skák!

Þeir Peter og Paulus búa í góðu yfirlæti á Melum, meðan á dvöl þeirra í Árneshreppi stendur.

Í lokaathöfn Minningarmóts Páls Gunnarssonar var Paulus færð vegleg gjöf frá 66° Norður, sem mun örugglega koma sér vel fyrir hann á 73. breiddargráðu. Þá fékk Paulus fallegan bikar, eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband