Fćrsluflokkur: Bílar og akstur

Palli á Grćnlandi

Palli á GrćnlandiÓmar Óskarsson ljósmyndari Morgunblađsins tók ţessa frábćru mynd af Páli Gunnarssyni á Grćnlandi 2003.

Ţá skipulögđu Hróksmenn fyrsta alţjóđlega skákmótiđ í sögu Grćnlands.

Páll tefldi ađ sjálfsögđu á mótinu og stóđ sig međ sóma.

 

Fleiri fréttir birtast á nćstu dögum frá Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík, og hátíđinni í Árneshreppi. 

Viđ vekjum athygli á frábćrri grein Helga Ólafssonar í Morgunblađinu í dag, ţriđjudag, og hvetjum Djúpavíkurfara til ađ senda okkur línu, til birtingar á heimasíđunni okkar, í hrafnjokuls@hotmail.com


Henrik sigrađi í Kaffi Norđurfirđi

Róbert og HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen sigrađi á hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi á ţriđja og síđasta degi skákhátíđar í Árneshreppi.

34 keppendur mćttu til leiks í Kaffi Norđurfirđi, nýjum veitingastađ í Árneshreppi sem opnađi 17. júní. Henrik, sem var stigahćstur, leyfđi ađeins eitt jafntefli; gegn alţjóđameistaranum Arnari Gunnarssyni. Einar Valdimarsson deildi 2.-3. sćti međ Arnari og er ţađ skemmtilegur árangur hjá ţeim harđsnúna skákmanni.

Henrik hlaut peningaverđlaun fyrir sigurinn og hina glćsilegu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar, sem er nýkomin út hjá Forlaginu.

Vel fór um keppendur í Kaffi Norđurfirđi, enda ilmandi vöfflur og fleira góđgćti á bođstólum. Stađarhaldarar, Edda Hafsteinsdóttir og Guđlaugur Ágústsson, fengu taflsett ađ gjöf í tilefni af opnun stađarins og ţví geta skákmenn jafnan tekiđ eina bröndótta ţegar leiđin um Strandir.

Og ţađ verđur áreiđanlega fyrr en síđar: Skákhátíđin í Árneshreppi 2008 lukkađist frábćrlega, og ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ endutaka leikinn á nćsta ári.

Lokastađan í hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi:

1. sćti: Henrik Danielsen 5,5 vinningar 2.-3. sćti: Arnar Gunnarsson, Einar Valdimarsson 5 vinninga 4.-10. sćti: Páll Sigurđsson, Svanberg Pálsson, Nökkvi Sverrisson, Einar K. Einarsson, Ingţór Stefánsson, Kjartan Guđmundsson, Pétur Atli Lárusson 4 vinninga 11.-12. sćti: Sigurđur Sverrisson, Eiríkur Björnsson 3,5 vinning 13.-22. sćti: Hrannar Jónsson, Halldór Blöndal, Sverrir Unnarsson, Pétur Blöndal, Kormákur Bragason, Hreinn Ágústsson, Gunnar Nikulásson, Ćgir Ingólfsson, Lilja Grétarsdóttir, Arnar Valgeirsson 3 vinninga  23.-24. sćti: Paulus Napatoq, Róbert Ingólfsson 2,5 vinning 25.-29. sćti: Ingólfur Benediktsson, Kristján Albertsson, Guđmundur R. Guđmundsson, Sóley Pálsdóttir, Björn Torfason 2 vinninga 30.-32. Júlíana Guđlaugsdóttir, Guđmundur Jónsson, Andri Thorstensen 1,5 vinning 33.-34. sćti: Númi Ingólfsson, Ásta Ingólfsdóttir 1 vinning.


Ćttjarđarlögin ómuđu í veislulok

GFSíđasta atriđiđ á Skákhátíđ í Árneshreppi var sannarlega glćsilegt: Gamlir Fóstbrćđur ţöndu raddböndin á bryggjunni í Norđurfirđi undir glampandi sól fyrir stóran og ţakklátan hóp áheyrenda.

Ćttjarđarlögin nutu sín einstaklega vel međ fjöllin í Trékyllisvík í bakgrunni, hvert öđru tignarlegra.

Jónas Ingimundarson stjórnađi kórnum, sem kom gagngert til ađ slá botn í skákhátíđina, og fór á kostum milli laga.

Óhćtt er ađ segja ađ kórinn hafi unniđ hug og hjörtu allra viđstaddra, og vonandi er ţetta ađeins fyrsta heimsóknin af mörgum í Árneshrepp.


Meistarar úr öllum áttum

Skákmeistarar í lopapeysumÁrný Björnsdóttir frá Melum stóđ sig međ miklum sóma á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Hér stýrir hún hvítu mönnunum gegn Guđmundi í Stóru-Ávík, og lyktađi skákinni međ jafntefli eftir sviptingar.

Viđ hliđ hennar situr Stefán Herbertsson og teflir viđ Paulus Napatoq, heiđursgest hátíđarinnar. Ţar hafđi Paulus öruggan sigur.

 


Bestu kleinur í heimi

Jóhanna verslunarstjóriJóhanna í Árnesi sá um veitingasöluna í skákhöllinni í Djúpavík, og er óhćtt ađ segja ađ kleinurnar hafi sérstaklega slegiđ í gegn.

Allur ágóđi af sölunni rann í ferđasjóđ nemenda í Finnbogastađaskóla.


Vaskir piltar

Vaskir sveinarHér eru nokkrir harđsnúnir. Fremst sitja Kjartan Guđmundsson og Grímur Grímsson, ţar sem Grímur hafđi sigur eftir harđan atgang.

Einar K. Einarsson lagđi listamann hátíđarinnar, Kormák Bragason. Einar vann góđan sigur í flokki skákmanna međ minna en 2200 stig, og sigrađi meistarana Róbert Harđarson og Jakob Vang Glud.

Viđ enda borđsins grillir í Hrannar Jónsson, sem tefldi af alkunnri einurđ og festu.


Halldórar horfa á meistara

Íhugun á 66°Halldór Blöndal og Halldór Jón Kristjánsson bankastjóri niđursokknir í taflmennsku Helga Ólafssonar.

Áhyggjur af ástandinu í kauphöllum heimsins gufuđu upp í skákhöllinni viđ ysta haf.

 


Á sama tíma ađ ári

Eva í DjúpavíkEva hótelhaldari í Djúpavík tók vel á móti gestum skákhátíđarinnar, og allt gistirými í gamla síldarţorpinu var notađ.

Hótel Djúpavík er tvímćlalaust eitt skemmtilegasta hótel á landinu, og ţótt víđar vćri leitađ.

Eva og Ásbjörn stađarhaldari unnu ötullega ađ undirbúningi stórmótsins og leystu öll mál sem leysa ţurfti.

Ţegar er byrjađ ađ undirbúa skákhátíđ í Djúpavík 2009...


Fjórir góđir og íslenski fáninn

Ögurstund...Brćđurnir Róbert og Númi Ingólfssynir úr Árnesi eru vaskir skákmenn. Hér hefur hvíta drottningin ráđist inn í herbúđir Guđmundar Guđmundssonar, sem fćr áfallahjálp frá áhorfanda.

Skákmađurinn efnilegi úr Eyjum, Nökkvi Sverrisson, sem hreppti 2. sćtiđ í flokki grunnskólabarna, fylgist međ.


Tvöfaldur sigur Björns á Melum

Sigur-BjörnBjörn Torfason bóndi á Melum var eini tvöfaldi sigurvegarinn í Djúpavík. Hann varđ efstur í flokki stigalausra skákmanna, sem og í flokki Strandamanna.

Skćđasti keppinautur Björns var Ingólfur Benediktsson í Árnesi, sem varđ í 2. sćti í báđum flokkunum.

Ađrir heimamenn á mótinu voru Kristján Albertsson, Róbert Hlífar Ingólfsson, Númi Ingólfsson, Árný Björnsdóttir, Guđmundur Jónsson, Guđmundur Ţorsteinsson, Ásta Ţorbjörg Ingólfsdóttir.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband