Enginn venjulegur verðlaunabikar

ÚtskurðarmeistarinnSigurlaunin á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík eru engin venjuleg dós: Skúlptúr eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum, unninn úr rekaviðadrumbi.

Guðjón kom með gripinn í Djúpavík á föstudagskvöldið og þurfti að kalla til fíleflda burðarmenn til að koma listaverkinu í skáksalinn.

Guðjón er útskurðarmeistari og sérfræðingur í handverki og vinnubrögðum fyrri tíma. Hann þykir öðrum snjallari í hleðslu úr torfi og grjóti, einsog verk hans víða um lönd bera vitni.

Guðmundur í Stóru-Ávík og Guðjón voru stórfrændur og vinir, og sagði listamaðurinn að sér væri heiður og ánægja að leggja til sigurlaun til minningar um góðan dreng. Um skúlptúrinn sagði Guðjón, að hann ætti að endurspegla tvær hliðar Guðmundar heitins: harðjaxlinn og blíðlynda húmoristann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband