Hátíðin hafin -- Jorge og Hrafn sigruðu fyrsta kvöldið

SamherjarSkákhátíð í Árneshreppi hófst með glæsibrag á föstudagskvöldið. Gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík er nú musteri skáklistarinnar, og þangað streymdu keppendur og gestir úr öllum landshornum.

Eftir setningu mótsins hófst tvískákmót og voru 12 lið skráð til leiks. Þetta var fyrsta tvískákmótið í sögu Árneshrepps, og því höfðu ekki allir haft kynni af þessari skemmtilegu grein skáklistarinnar.

Leikar fóru svo að Jorge Fonseca og Hrafn Jökulsson sigruðu með fullu húsi og hlutu 6 vinninga. Næstir komu Gylfi Þórhallsson, nýbakaður Norðurlandsmeistari í áttunda sinn, og Númi Fjalar Ingólfsson frá Árnesi. Þeir mynduðu skemmtilegan dúett og fengu 5 vinninga.

Bronsinu deildu Vigfús Vigfússon og Kristinn Ari með Ingólfi Benediktssyni og Sögu Kjartansdóttur. Hvort lið fékk 4 vinninga.

Með 3 vinninga voru Pétur Atli Lárusson og Árný Björnsdóttir, Kristján Albertsson og Atli Thorstensen, Arngrímur Gunnhallsson og Kári Ingvarsson.

2 vinninga fengu Viðar Gylfason og Andri Thorstensen, Guðmundur R. Guðmundsson og Jóhann Bjarnason, Logi Bjarnason og Daði Guðmundsson. Á hæla þeirra komu Ásrún Bjarnadóttir og Hallgrímur Guðmundsson, Erla Margrét Gunnarsdóttir og Björn Torfason.

Mótið var hið skemmtilegasta, fyrir keppendur sem áhorfendur, enda handagangur í öskjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband