Minningarmót Guðmundar Jónssonar í dag

Fjórir stórmeistarar og fjöldi skákmanna á öllum aldri og úr öllum áttum tefla á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar í Djúpavík, sem fram fer á laugardaginn.

Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Henrik Danielsen eru allir mættir til leiks í Árneshreppi á Ströndum. Af öðrum keppendum má nefna Björn Þorfinnsson, Gylfa Þórhallsson, Gunnar Björnsson, Elvar Guðmundsson, Jorge Fonseca, Áskel Örn Kárason og Árna Á. Árnason.

Heimamenn tefla fram sterkri sveit og búast má við að börn setji mikinn svip á mótið, sem er öllum opið. Hægt er að vinna til verðlauna í mörgum flokkum, auk þeirrar nýbreytni að best klæddu keppendurnir fá viðurkenningar og háttvísasti keppandinn verðlaunaður.

Mikið af verðlaunum kemur frá heimilum og fyrirtækjum í Árneshreppi, handverk og hannyrðir, og meira að segja ljúffeng lambalæri. Þá geta keppendur unnið siglingu um Hornstrandir, gistingu í Hótel Djúpavík og víðar í hreppnum, inneign í kaupfélaginu og málsverð í Kaffi Norðurfirði. Af öðrum verðlaunum má nefna arabískar slæður, silfurnisti, bækur og leikföng.

Mótið í Djúpavík er helgað minningu Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem lengst af var bóndi og fiskimaður, og öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Guðmundur var ástríðufullur skákmaður, einsog svo margir Strandamenn, og lét sig aldrei vanta á skákþingum í Árneshreppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband