Fćrsluflokkur: Bílar og akstur
21.6.2008 | 03:26
Óđalsbóndi í sagnaham
21.6.2008 | 03:23
Heiđurshjón í heimsókn
Margrét og Gunnsteinn í Norđurfirđi heiđruđu skákmótiđ međ nćrveru sinni. Margrét stjórnar búđinni í Norđurfirđi og Gunnsteinn er aflakló, frćđaţulur og aldursforseti Árneshrepps.
Gunnsteinn sat í sveitarstjórn í 48 ár, sem er Íslandsmet, og var lengstum oddviti Árneshrepps.
Margrét er ćttuđ frá Stóru-Ávík, systir Guđmundar bónda Jónssonar, sem keppir á Pálsmótinu.
21.6.2008 | 02:17
Mikiđ fjör á Minningarmóti Páls
Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson eru efstir og jafnir eftir 4 umferđir á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Róbert Harđarson er í 3. sćti, en alls eru keppendur á mótinu hátt í 60 talsins.
Međal keppenda eru meistarar, bćndur, börn og áhugamenn af öllum stigum.
Teflt er í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, og hefur gömlu mjölgeymslunni veriđ breytt í glćsilegan skáksal.
Viđ upphaf mótsins var Guđmundur Ţorsteinsson á Finnbogastöđum heiđrađur međ taflborđi, árituđu af Gary Kasparov. Guđmundur sem á mánudaginn missti hús sitt, eignir og innbú í stórbruna er međal keppenda á mótinu, og hefur stađiđ sig međ prýđi.
Mótiđ heldur áfram á laugardag klukkan 13 og ţá verđa tefldar 5 umferđir. Sigurvegarinn fćr 100 ţúsund krónur í sinn hlut og verđlaunagrip úr rekaviđi eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.
Samhliđa skákmótinu hefur veriđ sett upp sýning á málverkum Kormáks Bragasonar og ţá er til sýnis glertafl unniđ af Maríu Ţorláksdóttur.
Búast má viđ ćsispennandi keppni á mótinu í Djúpavík í dag, enda eru veitt verđlaun í mörgum flokkum.
Stađan efstu manna, eftir 4 umferđir: 1-2: Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson, 4 vinninga. 3: Róbert Harđarson, 3,5 vinning 4-11: Simon Bekker-Jens, Jakob Vang Glud, Guđmundur Kjartansson, Espen Lund, Björn Ţorfinnsson, Hrannar Jónsson, Pétur Atli Lárusson, Hilmar Ţorsteinsson, Grímur Grímsson 3 vinninga 13-15: Birgir Berndsen, Eiríkur Björnsson, Henrik Danielsen, 2,5 vinninga.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 01:52
Fariđ yfir stöđuna
21.6.2008 | 01:47
Skák er skemmtileg
21.6.2008 | 01:42
Stórmeistari í ólgusjó
21.6.2008 | 01:22
Mundi kominn međ tafl frá Kasparov

Íbúđarhúsiđ á Finnbogastöđum brann til kaldra kola, en Guđmundur komst međ naumindum úr eldinum. Allt brann, nema eitt viskastykki sem Guđmundur notađi sem skýluklút í reyknum.
Hrafn Jökulsson fćrđi Guđmundi gjöf frá Hróknum, taflborđ áritađ af Gary Kasparov fv. heimsmeistara, ásamt eđalskáksetti.
Guđmundur tefldi viđ Helga Ólafsson stórmeistara í 1. umferđ mótsins, og sýndi hinum margfalda Íslandsmeistara harđa mótspyrnu. Mundi fékk 2 vinninga af 4, og skemmti sér konunglega, einsog ađrir keppendur á Pálsmótinu.
Milli Hrafns og Munda sjást meistarar tveir: Guđmundur í Ávík og Helgi Ólafsson.
Viđ minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guđmundi Ţorsteinssyni á Finnbogastöđum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 01:19
Bćndur ađ tafli
20.6.2008 | 10:08
Skákveislan ađ hefjast
Minningarmót Páls Gunnarsson í Djúpavík hefst klukkan 20 í kvöld. Allt er til reiđu í skáksalnum í gömlu síldarverksmiđjunni og fyrstu skákmennirnir eru mćttir á stađinn. Framundan er skákveisla í Árneshreppi á Ströndum.
Keppendur sem leggja af stađ frá höfuđborgarsvćđinu nú í dag ćttu ađ gefa sér a.m.k. 5 klukkustundir. Best er ađ aka sem leiđ liggur yfir Holtavörđuheiđi og ţađan til Hólmavíkur. Frá Hólmavík til Djúpavíkur er ríflega klukkustundar akstur. Leiđin er mjög falleg, svo vonandi gefur fólk sér tíma til ađ njóta ferđarinnar.
Alls verđa tefldar 9 umferđir á Minningarmóti Páls og eru vegleg verđlaun í mörgum flokkum. Međal ţeirra sem gefa verđlaun eru Forlagiđ, 66° Norđur og Sparisjóđur Strandamanna. Forlagiđ leggur m.a. til eintök af nýrri og stórglćsilegri ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar. Ţá verđa munir eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi í verđlaun, međal annars pennar úr rekaviđi í fallegum öskjum.
Í kvöld verđa tefldar 4 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. Á morgun byrjar taflmennskan klukkan 13 og ţá verđa tefldar 5 umferđir. Ađ ţeim loknum er verđlaunaafhending og síđan tekur viđ grillveisla á Hótel Djúpavík.
Á sunnudag verđur hrađskákmót klukkan 12 í Kaffi Norđurfirđi. Ţađ verđa svo Gamlir fóstbrćđur sem slá botninn í skákhátíđina međ söngveislu klukkan 14.
Myndin: Hróksmennirnir Birgir Berndsen, Kjartan Guđmundsson, Flovin Ţór Naes og Páll Gunnarsson taka viđ gullinu fyrir sigur í 4. deild 2004. Birgir og Kjartan komu fyrstir manna til Djúpavíkur og verđa međal keppenda á Minningarmóti Páls um helgina.
18.6.2008 | 22:09
Danskir meistarar í Djúpavík
Ţrír danskir alţjóđameistarar mćta til leiks á Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Ţetta eru ţeir Jakob Vang Glud (2456 Elo-stig), Espen Lund (2420) og Simon Bekker-Jensen (2392).
Ţeir eru međal keppenda á alţjóđlegu skákmóti sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir, en hlé er gert á mótinu svo danska tríóiđ geti teflt í Djúpavík.
Alls eru hátt í 50 keppendur búnir ađ skrá sig. Heimamenn í Árneshreppi tefla fram vaskri sveit á mótinu. Ţegar eru skráđ til leiks Ingólfur Benediktsson, Róbert Ingólfsson og Númi Ingólfsson frá Árnesi, Björn Torfason, Árný Björnsdóttir og Kristján Albertsson frá Melum, Guđmundur Ţorsteinsson frá Finnbogastöđum og Guđmundur Jónsson frá Stóru-Ávík, og má gera ráđ fyrir fleiri skráningum nú á lokasprettinum.
Myndin: Mundi á Finnbogastöđum og Guđfinna á Kjörvogi ađ tafli á einu af skákmótum Hróksins í Trékyllisvík.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)