22.6.2008 | 00:41
Best klćddi keppandinn
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir hlaut sérstök verđlaun fyrir ađ vera best klćddi keppandinn, ađ mati sérstakrar dómnefndar.
Í umsögn dómnefndar sagđi ađ klćđnađur Lilju vćri í senn ţjóđlegur og frumlegur, en jafnframt mjög hentugur til taflmennsku í gamalli síldarverksmiđju.
Róbert afhenti Lilju verđlaunin undir dynjandi lófaklappi.
Á myndinni er Lilja međ verđlaunin, ljósmyndabókina Hestar eftir Sigurgeir Sigurjónsson.
22.6.2008 | 00:31
Skrafađ á skákţingi
Halldór Blöndal, fv. forseti Alţingis, sagđist hafa teflt á fjórum eđa fimm skákmótum um ćvina. Ţau hefđu veriđ haldin á Raufarhöfn, Grímsey, Grćnlandi og nú í Djúpavík.
Halldór var um árabil vaskasti skákmađur Alţingis. Hann er sóknarskákmađur og eru jafnan eldglćringar á borđi hans.
Hér spjallar Halldór viđ Jón Guđbjörn Guđjónsson, veđurathugunarmann og fréttaritara Árneshrepps. Á milli ţeirra er Guđmundur Jónsson í Stóru-Ávík, sem virđist hugsa sitt.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 00:23
Heiđursgesturinn okkar
Paulus Napatoq kom um langan veg til Djúpavíkur. Hann býr í nyrsta ţorpi Austur-Grćnlands, ţar sem 800 kílómetrar eru í nćstu byggđ.
Paulus var heiđursgestur á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík og mćtti til leiks ásamt skólastjóranum sínum, Peter von Staffeldt.
Hann hefur veriđ blindur frá fćđingu en lćrđi ađ tefla í fyrra, ţegar liđsmenn Hróksins heimsóttu ţorpiđ hans. Síđan hefur Paulus náđ frábćrum árangri, sérstaklega eftir ađ hann fékk sérstakt blindratafl.
Paulus tefldi 5 skákir á mótinu og fékk 3,5 vinning. Hann vann 2, gerđi 3 jafntefli og tapađi engri skák!
Ţeir Peter og Paulus búa í góđu yfirlćti á Melum, međan á dvöl ţeirra í Árneshreppi stendur.
Í lokaathöfn Minningarmóts Páls Gunnarssonar var Paulus fćrđ vegleg gjöf frá 66° Norđur, sem mun örugglega koma sér vel fyrir hann á 73. breiddargráđu. Ţá fékk Paulus fallegan bikar, eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.
22.6.2008 | 00:12
Matseđill meistarans
Helgi Ólafsson sigrađi á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík af miklu öryggi. Hann vann í fyrstu 6 skákunum, og tefldi í senn af snerpu og listfengi.
Fórnarlömbin voru engir aukvisar: Guđmundur Ţorsteinsson á Finnbogastöđum, Eiríkur Björnsson, Björn Ţorfinnsson, Espen Lund, Arnar Gunnarsson og Jakob Vang Glud.
Í sjöundu umferđ lenti Helgi í kröppum sjó gegn Róbert Harđarsyni, sem var skiptamun yfir, ţegar friđur var saminn í tímahraki.
Í áttundu umferđ lagđi Helgi Guđmund Kjartansson í snyrtilegri skák og í síđustu umferđinni gerđi hann nett jafntefli viđ danska alţjóđameistarann Simon Bekker-Jensen.
Samtals 8 vinningar í 9 skákum. Átta af andstćđingum Helga hafa alţjóđleg skákstig og höfđu ađ međaltali 2372 stig.
Myndin: Róbert stöđvar sigurgöngu Helga í 7. umferđ. Friđur saminn eftir sviptingar.
21.6.2008 | 23:07
Björn í skákheimi
Björn Ţorfinnsson var í öđru sćti međ 7 vinninga og í 3.-5. sćti urđu Arnar E. Gunnarsson, Simon Bekker-Jensen og Henrik Danielsen međ 6,5 vinning.
Mótiđ var haldiđ í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík og var einstaklega skemmtilegt. Keppendur voru 53 og komu úr öllum áttum, börn og byrjendur, stórmeistarar og stórbćndur.
Veitt voru verđlaun í fjölmörgum flokkum og varđ Einar K. Einarsson efstur skákmanna međ minna en 2200 stig. Björn Torfason bóndi á Melum varđ efstur í 2 flokkum, heimamanna og stigalausra skákmanna.
Svanberg Pálsson var efstur barna á grunnuskólaaldri, annar var Nökkvi Sverrisson og ţriđja Emma Kamilla Finnbogadóttir.
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir varđ efst kvenna. Hún gaf verđlaunafé sitt í söfnun til styrktar Guđmundi Ţorsteinssyni á Finnbogastöđum, sem missti hús sitt í stórbruna í byrjun vikunnar. Ađrir verđlaunahafar gáfu líka í söfnunina.
Heiđursgestur mótsins var grćnlenski pilturinn Paulus Napatoq. Hann er 16 ára, hefur veriđ blindur frá fćđingu og býr í afskekktasta ţorpi Grćnlands. Hann tefldi 5 skákir á mótinu í Djúpavík og fékk 3,5 vinning.
Á morgun, sunnudag, verđur hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, nýju kaffihúsi Árneshrepps sem opnađi á ţjóđhátíđardaginn. Mótiđ hefst kl. 12 og er öllum opiđ.
Myndin: Helgi Ólafsson var allan tímann uppi á sviđi í síldarverksmiđjunni í Djúpavík. Hér teflir hann viđ danska alţjóđameistarann Espen Lund. Helgi vann.
Minningarmót Páls Gunnarssonar, lokastađa 1: Helgi Ólafsson, 8 vinninga 2: Björn Ţorfinnsson, 7 vinninga 3-5: Arnar Gunnarsson, Simon Bekker-Jensen, Henrik Danielsen, 6,5 vinning 6-8: Espen Lund, Guđmundur Kjartansson, Einar K. Einarsson 6 vinninga 9-11: Magnús Gíslason, Hrannar Jónsson, Svanberg Már Pálsson 5,5 vinning 12-20: Róbert Harđarson, Jakob Fang Glud, Grímur Grímsson, Pétur Atli Lárusson, Hilmar Ţorsteinsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Birgir Berndsen, Kjartan Guđmundsson, Páll Sigurđsson 5 vinninga 21-26: Eiríkur Björnsson, Sigurđur Sverrisson, Sverrir Unnarsson, Ingţór Stefánsson, Björn Torfason, Gunnar Nikulásson 4,5 vinning o.s.frv.
21.6.2008 | 04:04
Kátt í höllinni
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir og Bjarnheiđur J. Fossdal skemmtu sér dátt í skákhöllinni í Djúpavík.
Báđar eru ţćr foringjar og félagsmálatröll. Lilja lét af embćtti forseta Skáksambands Íslands í vor, og Badda á Melum er allt í öllu í félagsmálum og mannlífi í Árneshreppi.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 03:50
Mundi og meistarinn
Guđmundur á Finnbogastöđum veltir málunum fyrir sér, rétt áđur en skák hans og Helga Ólafssonar stórmeistara hófst í 1. umferđ Minningarmóts Páls Gunnarssonar.
Mundi tefldi af fullri einurđ gegn Helga, sem er margfaldur Íslandsmeistari. Hann hefur 2 vinninga eftir 4 umferđir.
Helgi hefur fullt hús, 4 vinninga. Á morgun teflir hann viđ Arnar Gunnarsson sem líka hefur sópađ upp öllum tiltćkum vinningum.
21.6.2008 | 03:44
Mikilvćgasta fólkiđ
Svanhildur og Sigrún Baldvinsdóttir unnu ötullega ađ undirbúningi Minningarmóts Páls Gunnarssonar.
Í fjölmörg horn er ađ líta ţegar stórmót er haldiđ á afskekktum stađ, en Svanhildur og Sigrún leysa allan vanda, međ bros á vör.
Skákmótiđ fór frábćrlega af stađ og allur undirbúningurinn skilađi sér fullkomlega.
Einsog Boris Spassky sagđi: "Mikilvćgasta fólkiđ í skákinni er fólkiđ sem skipuleggur skákviđburđina."
21.6.2008 | 03:38
Listamađur sem gerir ekki jafntefli
Kormákur Bragason sýnir málverk í skákhöllinni í Djúpavík, og er ţađ fyrsta sýningin sem haldin er í hinum glćsilega sal, sem eitt sinn var risastór mjölgeymsla.
Kormáki er margt til lista lagt. Hann er tónlistarmađur og málari, orđhagur mjög og snjall. Hann er ástríđufullur skákmađur og hefur aldrei gert jafntefli.
21.6.2008 | 03:26
Óđalsbóndi í sagnaham
21.6.2008 | 03:23
Heiđurshjón í heimsókn
Margrét og Gunnsteinn í Norđurfirđi heiđruđu skákmótiđ međ nćrveru sinni. Margrét stjórnar búđinni í Norđurfirđi og Gunnsteinn er aflakló, frćđaţulur og aldursforseti Árneshrepps.
Gunnsteinn sat í sveitarstjórn í 48 ár, sem er Íslandsmet, og var lengstum oddviti Árneshrepps.
Margrét er ćttuđ frá Stóru-Ávík, systir Guđmundar bónda Jónssonar, sem keppir á Pálsmótinu.
21.6.2008 | 02:17
Mikiđ fjör á Minningarmóti Páls
Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson eru efstir og jafnir eftir 4 umferđir á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Róbert Harđarson er í 3. sćti, en alls eru keppendur á mótinu hátt í 60 talsins.
Međal keppenda eru meistarar, bćndur, börn og áhugamenn af öllum stigum.
Teflt er í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, og hefur gömlu mjölgeymslunni veriđ breytt í glćsilegan skáksal.
Viđ upphaf mótsins var Guđmundur Ţorsteinsson á Finnbogastöđum heiđrađur međ taflborđi, árituđu af Gary Kasparov. Guđmundur sem á mánudaginn missti hús sitt, eignir og innbú í stórbruna er međal keppenda á mótinu, og hefur stađiđ sig međ prýđi.
Mótiđ heldur áfram á laugardag klukkan 13 og ţá verđa tefldar 5 umferđir. Sigurvegarinn fćr 100 ţúsund krónur í sinn hlut og verđlaunagrip úr rekaviđi eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi.
Samhliđa skákmótinu hefur veriđ sett upp sýning á málverkum Kormáks Bragasonar og ţá er til sýnis glertafl unniđ af Maríu Ţorláksdóttur.
Búast má viđ ćsispennandi keppni á mótinu í Djúpavík í dag, enda eru veitt verđlaun í mörgum flokkum.
Stađan efstu manna, eftir 4 umferđir: 1-2: Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson, 4 vinninga. 3: Róbert Harđarson, 3,5 vinning 4-11: Simon Bekker-Jens, Jakob Vang Glud, Guđmundur Kjartansson, Espen Lund, Björn Ţorfinnsson, Hrannar Jónsson, Pétur Atli Lárusson, Hilmar Ţorsteinsson, Grímur Grímsson 3 vinninga 13-15: Birgir Berndsen, Eiríkur Björnsson, Henrik Danielsen, 2,5 vinninga.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 01:52
Fariđ yfir stöđuna
21.6.2008 | 01:47
Skák er skemmtileg
21.6.2008 | 01:42
Stórmeistari í ólgusjó
21.6.2008 | 01:22
Mundi kominn međ tafl frá Kasparov
Íbúđarhúsiđ á Finnbogastöđum brann til kaldra kola, en Guđmundur komst međ naumindum úr eldinum. Allt brann, nema eitt viskastykki sem Guđmundur notađi sem skýluklút í reyknum.
Hrafn Jökulsson fćrđi Guđmundi gjöf frá Hróknum, taflborđ áritađ af Gary Kasparov fv. heimsmeistara, ásamt eđalskáksetti.
Guđmundur tefldi viđ Helga Ólafsson stórmeistara í 1. umferđ mótsins, og sýndi hinum margfalda Íslandsmeistara harđa mótspyrnu. Mundi fékk 2 vinninga af 4, og skemmti sér konunglega, einsog ađrir keppendur á Pálsmótinu.
Milli Hrafns og Munda sjást meistarar tveir: Guđmundur í Ávík og Helgi Ólafsson.
Viđ minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guđmundi Ţorsteinssyni á Finnbogastöđum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 01:19
Bćndur ađ tafli
20.6.2008 | 10:08
Skákveislan ađ hefjast
Minningarmót Páls Gunnarsson í Djúpavík hefst klukkan 20 í kvöld. Allt er til reiđu í skáksalnum í gömlu síldarverksmiđjunni og fyrstu skákmennirnir eru mćttir á stađinn. Framundan er skákveisla í Árneshreppi á Ströndum.
Keppendur sem leggja af stađ frá höfuđborgarsvćđinu nú í dag ćttu ađ gefa sér a.m.k. 5 klukkustundir. Best er ađ aka sem leiđ liggur yfir Holtavörđuheiđi og ţađan til Hólmavíkur. Frá Hólmavík til Djúpavíkur er ríflega klukkustundar akstur. Leiđin er mjög falleg, svo vonandi gefur fólk sér tíma til ađ njóta ferđarinnar.
Alls verđa tefldar 9 umferđir á Minningarmóti Páls og eru vegleg verđlaun í mörgum flokkum. Međal ţeirra sem gefa verđlaun eru Forlagiđ, 66° Norđur og Sparisjóđur Strandamanna. Forlagiđ leggur m.a. til eintök af nýrri og stórglćsilegri ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar. Ţá verđa munir eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi í verđlaun, međal annars pennar úr rekaviđi í fallegum öskjum.
Í kvöld verđa tefldar 4 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. Á morgun byrjar taflmennskan klukkan 13 og ţá verđa tefldar 5 umferđir. Ađ ţeim loknum er verđlaunaafhending og síđan tekur viđ grillveisla á Hótel Djúpavík.
Á sunnudag verđur hrađskákmót klukkan 12 í Kaffi Norđurfirđi. Ţađ verđa svo Gamlir fóstbrćđur sem slá botninn í skákhátíđina međ söngveislu klukkan 14.
Myndin: Hróksmennirnir Birgir Berndsen, Kjartan Guđmundsson, Flovin Ţór Naes og Páll Gunnarsson taka viđ gullinu fyrir sigur í 4. deild 2004. Birgir og Kjartan komu fyrstir manna til Djúpavíkur og verđa međal keppenda á Minningarmóti Páls um helgina.
18.6.2008 | 22:09
Danskir meistarar í Djúpavík
Ţrír danskir alţjóđameistarar mćta til leiks á Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Ţetta eru ţeir Jakob Vang Glud (2456 Elo-stig), Espen Lund (2420) og Simon Bekker-Jensen (2392).
Ţeir eru međal keppenda á alţjóđlegu skákmóti sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir, en hlé er gert á mótinu svo danska tríóiđ geti teflt í Djúpavík.
Alls eru hátt í 50 keppendur búnir ađ skrá sig. Heimamenn í Árneshreppi tefla fram vaskri sveit á mótinu. Ţegar eru skráđ til leiks Ingólfur Benediktsson, Róbert Ingólfsson og Númi Ingólfsson frá Árnesi, Björn Torfason, Árný Björnsdóttir og Kristján Albertsson frá Melum, Guđmundur Ţorsteinsson frá Finnbogastöđum og Guđmundur Jónsson frá Stóru-Ávík, og má gera ráđ fyrir fleiri skráningum nú á lokasprettinum.
Myndin: Mundi á Finnbogastöđum og Guđfinna á Kjörvogi ađ tafli á einu af skákmótum Hróksins í Trékyllisvík.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)