Afmćlismót Friđriks Ólafssonar í Djúpavík 2010

Friđrik ÓlafssonDagana 19. til 21. júní verđur Skákhátíđ í Árneshreppi 2010. Hápunktur verđur Afmćlismót Friđriks Ólafssonar í Djúpavík, laugardaginn 19. júní. Mótiđ er öllum opiđ og međal keppenda verđa meistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Björnsson, Ingólfur Benediktsson og Björn Torfason og Friđrik, sem í ár fagnar 75 ára afmćli. Sérstakur gestur hátíđarinnar er Ivan Sokolov, sem sigrađ hefur á fjölda alţjóđlegra móta, hérlendis sem erlendis.

Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem Hrókurinn og félagar efna til skákhátíđar í Árneshreppi. Áriđ 2008 sigrađi Helgi Ólafsson á Minningarmóti Páls Gunnarssonar og tryggđi sér sćmdarheitiđ Djúpavíkurmeistari í skák. Helgi varđi titilinn međ glćsilegum sigri á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem fram fór í Djúpavík í fyrra.

 

Mótiđ er öllum opiđ. Keppnisgjald er 1500 krónur en ókeypis fyrir börn, 18 ára og yngri, og fólk eldra en 60 ára. Ţá er ókeypis fyrir konur, enda fer Afmćlismót Friđriks fram á sjálfan kvennadaginn.

 Teflt er í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, sem reist var á fjórđa áratug síđustu aldar og var ţá stćrsta verksmiđja á Íslandi. Andblćr liđins tíma, einstök náttúrufegurđ og blómlegt mannlíf í Árneshreppi skapa frábćrt andrúmsloft fyrir hátíđ, ţar sem skákunnendur úr öllum áttum koma saman.

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ hátíđin í ár skuli tileinkuđ afmćli Friđriks Ólafssonar, sem fyrstur Íslendinga varđ stórmeistari í skák og var um árabil í hópi fremstu skákmanna heims.

 

Hátíđin hefst á föstudagskvöldiđ 18. júní međ tvískákmóti, en ţađ er skemmtilegt keppnisform ţar sem tveir eru saman í liđi. Afmćlismót Friđriks Ólafssonar er haldiđ laugardaginn 19. júní og daginn eftir verđur hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi. Ţá verđur efnt til hliđarviđburđa af ýmsu tagi, auk ţess grillađ verđur og efnt í mikla brennu. Ţá gefst gestum ađ sjálfsögđu tími til ađ kynnast dásemdum Árneshrepps og njóta lífsins ţar sem vegurinn endar.

 

Veitt verđa peningaverđlaun á Afmćlismóti Friđriks Ólafssonar en ekki er minna vert um vinninga frá fólkinu í Árneshreppi. Í fyrra gátu menn unniđ bátsferđ á Hornstrandir, gistingu í rómantísku smáhýsi á heimskautsbaug, gómsćtt lambalćri, listilega prjónađar húfur, trefla og vettlinga, útskorna muni úr rekaviđi og fleira og fleira.

 Búast má viđ mörgum góđum gestum, auk ţess sem heimamenn á Ströndum fjölmenna ađ vanda. Ćskilegt er ađ keppendur skrái sig sem fyrst og gangi frá gistingu. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hrafni Jökulssyni í hrafnjokuls@hotmail.com og Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com eđa 6969658. 

Dagskrá Skákhátíđar í Árneshreppi 2010:

 

Föstudagur 18. júní: Tvískákmót í Djúpavík, klukkan 20.

 

Laugardagur 19. júní: Afmćlismót Friđriks Ólafssonar í Djúpavík, klukkan 13. Verđlaunaafhending klukkan 17. Grill og brenna um kvöldiđ.

 

Sunnudagur 20. júní: Hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, klukkan 13

 

Gististađir í Árneshreppi:

 

Hótel Djúpavík, sími 4514037

 

Gistihús Norđurfjarđar, sími 554 4089

 

Gistihúsiđ Bergistangi í Norđurfirđi, sími 4514003

 

Finnbogastađaskóli (tjaldstćđi, svefnpokapláss), sími 4514012

 

Ferđafélag Íslands, Norđurfirđi, sími 4514017

 

Fróđlegar vefsíđur:

Hótel Djúpavík 

Kaffi Norđurfjörđur

Strandir -- fréttasíđa

Litlihjalli -- fréttasíđa

Freydís -- siglingar um Strandir

Strandakrakkar

Kört -- landsins skemmtilegasta safn

  

Helgi Ólafsson sigrađi á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík

Djúpavík2009 903Helgi Ólafsson stórmeistari sigrađi á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar, sem haldiđ var í Djúpavík laugardaginn 20. júní. Mótiđ var fjölmennt, fjörugt og tókst framúrskarandi vel. Stórmeistarar röđuđu sér í fjögur efstu sćtin, en verđlaun voru veitt í mörgum flokkum.

Minningarmót Guđmundar Jónssonar var haldiđ í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, sem breytt hafđi veriđ í sannkallađa skákhöll.

Jafnframt var opnuđ sýning á ljósmyndum dr. Kára Stefánssonar úr ríki fjörunnar. Myndir Kára er í senn hrífandi og glćsilegar og veittu keppendum góđan innblástur yfir taflborđinu.

Djúpavík2009 919Helgi Ólafsson tefldi af miklu öryggi og fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Nćstur kom Ţröstur Ţórhallsson, sem var í efsta sćti um hríđ, og ţriđji varđ Jóhann Hjartarson.

Sigurvegari í kvennaflokki varđ Erla Margrétar Gunnarsdóttir,  Gabríel Kári Mánason sigrađi í flokki grunnskólabarna og Jón Gunnar Jónsson hlaut flesta vinninga skákmanna međ minna en 2100 stig. Hrafn Jökulsson sigrađi í flokkum heimamanna og stigalausra skákmanna.

Ţá voru veitt sérstök verđlaun fyrir háttvísi, og ţau komu í hlut Vigfúsar Vigfússonar, hins nýja formanns Hellis sem ţótti sýna mikinn drengskap á mótinu. Verđlaunin voru ekki af lakari endanum, ljúffengt lambalćri frá Melum í Árneshreppi. Best klćddu keppendurnir voru valdir Elvar Guđmundsson og Erla Margrét Gunnarsdóttir.

arneshreppur 2009 021Fyrir sigurinn á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar hlaut Helgi Ólafsson 50 ţúsund krónur og stórbrotinn verđlaunagrip eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum. Um er ađ rćđa skúlptúr, unninn úr rekaviđi, vel á annan metra á hćđ og ţurfti fjóra vaska menn til ađ bera hann inn í skáksalinn. Margir ađrir vinningar á skákhátíđinni voru ćttađir úr Árneshreppi, hannyrđir og listmunir, gisting og siglingar, svo nokkuđ sé nefnt.

Viđ segjum fleiri fréttir af mótinu og skákhátíđinni í Árneshreppi á nćstu dögum.

Lokastađan á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar:

1. sćti: Helgi Ólafsson (2522 stig) 8 vinningar.

2. sćti: Ţröstur Ţórhallsson (2442) 7,5 vinningar. 

3. sćti: Jóhann Hjartarson  (2596)  7 vinningar.

4. sćti: Henrik Danielsen (2482)  6,5 vinningar.

 5.-8. sćti:  Pétur Atli Lárusson (2128), Áskell Örn Kárason  (2239), Gylfi Ţórhallson (2232),  Jón Gunnar Jónsson  (1660) 6 vinningar.

9.-14. sćti:  Guđmundur Gíslason (2351), Björn Ţorfinnsson  (2422), Elvar Guđmundsson                  (2324), Gunnar Björnsson (2135), Árni Ármann Árnason (2142)  Jorge Fonseca (2040)  5,5 vinningar.

15.-21. sćti: Vigfús Óđinn Vigfússon  (2051), Magnús Gíslason  (1980), Dađi Guđmundsson (1950), Gísli Gunnlaugsson (1830), Hrafn Jökulsson, Stefán Karlsson, Hallgrímur Guđmundsson 5 vinningar.

22.-25. sćti: Jakob Thorarensen, Bragi Halldórsson (2238), Arngrímur Ţór Gunnhallsson (1955), Gunnar Nikulásson (1550)  4,5 vinningar.

 26.-34. sćti: Atli Viđar Thorstensen, Jóhann Örn Bjarnason, Ólafur Thorarensen, Ingólfur Benediktsson, Gunnar Dalkvist, Kristján Albertsson, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Gabríel Máni Kárason, Guđmundur Rafn Guđmundsson  4 vinningar.

35.-37. sćti: Andri Thorstensen, Viđar Gylfason, Ásrún Bjarnadóttir 3,5 vinningar.

38.-41. sćti: Nökkvi Mikaelsson, Saga Kjartansdóttir, Björn Torfason, Unnur Jóna Stefánsdóttir 3 vinningar.

42. sćti:   Júlíana Lind Guđlaugsdóttir  2,5 vinningar.

43.-44. sćti: Magni Snćr Kjartansson, HafsteinnŢór Hafsteinsson 2 vinningar.

45. sćti: Ástrós Guđmundsdóttir 1 vinningur.


Minningarmót Guđmundar Jónssonar í dag

Fjórir stórmeistarar og fjöldi skákmanna á öllum aldri og úr öllum áttum tefla á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar í Djúpavík, sem fram fer á laugardaginn.

Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen eru allir mćttir til leiks í Árneshreppi á Ströndum. Af öđrum keppendum má nefna Björn Ţorfinnsson, Gylfa Ţórhallsson, Gunnar Björnsson, Elvar Guđmundsson, Jorge Fonseca, Áskel Örn Kárason og Árna Á. Árnason.

Heimamenn tefla fram sterkri sveit og búast má viđ ađ börn setji mikinn svip á mótiđ, sem er öllum opiđ. Hćgt er ađ vinna til verđlauna í mörgum flokkum, auk ţeirrar nýbreytni ađ best klćddu keppendurnir fá viđurkenningar og háttvísasti keppandinn verđlaunađur.

Mikiđ af verđlaunum kemur frá heimilum og fyrirtćkjum í Árneshreppi, handverk og hannyrđir, og meira ađ segja ljúffeng lambalćri. Ţá geta keppendur unniđ siglingu um Hornstrandir, gistingu í Hótel Djúpavík og víđar í hreppnum, inneign í kaupfélaginu og málsverđ í Kaffi Norđurfirđi. Af öđrum verđlaunum má nefna arabískar slćđur, silfurnisti, bćkur og leikföng.

Mótiđ í Djúpavík er helgađ minningu Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem lengst af var bóndi og fiskimađur, og öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Guđmundur var ástríđufullur skákmađur, einsog svo margir Strandamenn, og lét sig aldrei vanta á skákţingum í Árneshreppi.


Enginn venjulegur verđlaunabikar

ÚtskurđarmeistarinnSigurlaunin á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík eru engin venjuleg dós: Skúlptúr eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum, unninn úr rekaviđadrumbi.

Guđjón kom međ gripinn í Djúpavík á föstudagskvöldiđ og ţurfti ađ kalla til fíleflda burđarmenn til ađ koma listaverkinu í skáksalinn.

Guđjón er útskurđarmeistari og sérfrćđingur í handverki og vinnubrögđum fyrri tíma. Hann ţykir öđrum snjallari í hleđslu úr torfi og grjóti, einsog verk hans víđa um lönd bera vitni.

Guđmundur í Stóru-Ávík og Guđjón voru stórfrćndur og vinir, og sagđi listamađurinn ađ sér vćri heiđur og ánćgja ađ leggja til sigurlaun til minningar um góđan dreng. Um skúlptúrinn sagđi Guđjón, ađ hann ćtti ađ endurspegla tvćr hliđar Guđmundar heitins: harđjaxlinn og blíđlynda húmoristann.


Hátíđin hafin -- Jorge og Hrafn sigruđu fyrsta kvöldiđ

SamherjarSkákhátíđ í Árneshreppi hófst međ glćsibrag á föstudagskvöldiđ. Gamla síldarverksmiđjan í Djúpavík er nú musteri skáklistarinnar, og ţangađ streymdu keppendur og gestir úr öllum landshornum.

Eftir setningu mótsins hófst tvískákmót og voru 12 liđ skráđ til leiks. Ţetta var fyrsta tvískákmótiđ í sögu Árneshrepps, og ţví höfđu ekki allir haft kynni af ţessari skemmtilegu grein skáklistarinnar.

Leikar fóru svo ađ Jorge Fonseca og Hrafn Jökulsson sigruđu međ fullu húsi og hlutu 6 vinninga. Nćstir komu Gylfi Ţórhallsson, nýbakađur Norđurlandsmeistari í áttunda sinn, og Númi Fjalar Ingólfsson frá Árnesi. Ţeir mynduđu skemmtilegan dúett og fengu 5 vinninga.

Bronsinu deildu Vigfús Vigfússon og Kristinn Ari međ Ingólfi Benediktssyni og Sögu Kjartansdóttur. Hvort liđ fékk 4 vinninga.

Međ 3 vinninga voru Pétur Atli Lárusson og Árný Björnsdóttir, Kristján Albertsson og Atli Thorstensen, Arngrímur Gunnhallsson og Kári Ingvarsson.

2 vinninga fengu Viđar Gylfason og Andri Thorstensen, Guđmundur R. Guđmundsson og Jóhann Bjarnason, Logi Bjarnason og Dađi Guđmundsson. Á hćla ţeirra komu Ásrún Bjarnadóttir og Hallgrímur Guđmundsson, Erla Margrét Gunnarsdóttir og Björn Torfason.

Mótiđ var hiđ skemmtilegasta, fyrir keppendur sem áhorfendur, enda handagangur í öskjunni.


Skákhátíđ í Árneshreppi hefst í dag

DjúpavíkSkákhátíđ í Árneshreppi hefst í dag og eru veđurguđir í sólskinsskapi af ţví tilefni. Von er á mörgum góđum gestum, stórmeisturum sem byrjendum, sem munu etja kappi viđ vaska sveit heimamanna.

Hátíđin verđur sett í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík klukkan 20 í kvöld, föstudag. Teflt verđur í glćsilegum og óvenjulegum skáksal, sem forđum var mjölgeymsla í stćrstu verksmiđju á Íslandi. Eftir setningarathöfn verđur slegiđ upp tvískákmóti, ţar sem tveir eru saman í liđi.

Á morgun, laugardag klukkan 12, hefst Minningarmót Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guđmundur, sem lést í apríl, var mikill skákáhugamađur og lét sig aldrei vanta á skákţingum. Međal keppenda á mótinu verđa fjórir stórmeistarar, ţeir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen og Ţröstur Ţórhallsson.

Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka er ókeypis. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Til mikils er ađ vinna og verđlaun glćsileg. Sigurvegarinn hlýtur 50 ţúsund krónur og skúlptúr eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum. Međal annarra vinninga er listaverk úr rekaviđi eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi, margskonar handverk og hannyrđir eftir íbúa í Árneshreppi, sigling á Hornstrandir, gisting í Hótel Djúpavík og gistiheimilum Árneshrepps og lambalćri frá Melum.

Ţá eru vinningar frá Forlaginu, Henson, Skugga, 66° Norđur, Kaupfélagi Steingrímsfjarđar, Ungmennafélaginu Leifi heppna og Jóhanna Travel, sem leggur til arabískar slćđur og sjöl. Sérstök verđlaun eru fyrir bestan árangur barna, heimamanna og stigalausra. Síđast en ekki síst verđa best klćddu keppendurnir verđlaunađir, auk ţess sem veitt eru sérstök háttvísisverđlaun.

Á sunnudaginn klukkan 13 verđur svo hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi. Tefldar verđa 6 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.

Ţetta er annađ áriđ í röđ sem skákhátíđ er haldin í Árneshreppi.

Allir eru hjartanlega velkomnir!


Fjórir stórmeistar á Minningarmóti Guđmundar í Djúpavík

Árný Björnsdóttir frá Melum. Djúpavík 2008.Fjórir stórmeistarar hafa bođađ komu sína á Minningarmót Guđmundar Jónssonar, sem haldiđ verđur í Djúpavík á laugardaginn, 20. júní. Ţetta eru Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen. Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka ókeypis, og eru margir skráđir til leiks.

Af öđrum keppendum má nefna Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, Gylfa Ţórhallsson, Björn Ţorfinnsson, Gunnar Björnsson, Árna Ármann Árnason, Elvar Guđmundsson, Braga Halldórsson, Arngrím Gunnhallsson, Magnús Gíslason, Pétur Atla Lárusson, Gísla Gunnlaugsson, Jorge Foseca, Vigfús Vigfússon, Dađa Guđmundsson, Jóhann Ó. Bjarnason, Sverri Unnarsson Gunnar Nikulásson, Andra og Atla Thorstensen, Sögu Kjartansdóttur og fleiri félaga úr kvennaklúbbnum ÓSK, og fleiri.

Ţá verđur heimavarnarliđ Strandamanna vel skipađ. Björn Torfason á Melum á tvo titla ađ verja frá síđasta ári, ţegar hann varđ efstur heimamanna og stigalausra skákmanna. Ingólfur Benediktsson í Árnesi hreppti silfriđ í báđum flokkum. Ţeim verđur veitt hörđ keppni, međal annars af Gunnari í Bć, Guđmundi á Finnbogastöđum og fleiri harđsnúnum Strandamönnum.

Börn og unglingar eru sérstaklega bođin velkomin á mótiđ og má búast viđ ađ unga kynslóđin setji skemmtilegan svip á mótiđ.

Keppendur eru beđnir ađ skrá sig sem allra fyrst, hjá Róbert (chesslion@hotmail.com) eđa Hrafni (hrafnjokuls@hotmail.com), sem einnig hjálpa viđ ađ finna gistingu fyrir gesti.

Fyrir ţá sem ekki hafa komiđ í Árneshrepp er rétt ađ taka fram ađ vegurinn norđur er greiđfćr öllum tegundum bifreiđa. Síđasta spölinn er ekiđ eftir Strandavegi (nr. 643) sem er sallafínn malarvegur.

Skákhátíđin í Árneshreppi hefst í Djúpavík á föstudagskvöldiđ klukkan 20 og í kjölfariđ verđur slegiđ upp tvískákarmóti međ tilheyrandi fjöri.

Minningarmót Guđmundar Jónssonar hefst svo á slaginu klukkan 12 á laugardaginn og lýkur um klukkan 17 međ glćsilegri verđlaunaafhendingu.

Á sunnudaginn klukkan 13 verđur svo slegiđ upp hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.

Ţađ stefnir í skemmtilega helgi á Ströndum!


Ódýrt gistipláss, góđ veđurspá og best klćddu keppendurnir...

Chesslion vs GM Ólafsson, Djúpavík 2008. Jafntefli.Búiđ er ađ panta mest allt gistirými í Árneshreppi um helgina, svo gestir skákhátíđarinnar ćttu ađ bregđast viđ skjótt, eigi ţeir eftir ađ tryggja sér gistingu.

Tvö herbergi eru enn laus á Hótel Djúpavík (sími 4514037) en nóg pláss er í svefnpokagistingu í húsi Ferđafélags Íslands í Norđurfirđi.

Gestir á skákhátíđ ţurfa ađeins ađ greiđa 2500 krónur fyrir nóttina í Norđurfirđi. Ađstađan er mjög góđ, umhverfiđ fagurt og örstutt í verslun og kaffihús. Hafiđ samband viđ Laugu í Norđurfirđi í síma 4514017 -- sem fyrst!

Skráningum á mótiđ fjölgar stöđugt og má búast viđ a.m.k. 40-50 keppendum í afskekktustu (og fegurstu) sveit landsins.

Veđurspáin er góđ.

Best klćddi keppandinn 2008: Guđfríđur Lilja.Keppendur á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar á laugardaginn ćttu ađ hafa í huga ađ dómnefnd velur best klćddu keppendurna, karl og konu (eđa strák og stelpu), sem fá sérstök verđlaun. Bryddađ var upp á ţessari skemmtilegu nýbreytni á síđasta ári.

Ţá var Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir valin best klćddi keppandinn, enda í ţjóđlegum og fallegum fatnađi, sem hentađi vel til taflmennsku í gömlu síldarverksmiđjunni.

Skráning og upplýsingar hjá Róbert Lagerman (sími 6969658, chesslion@hotmail.com) og Hrafni Jökulssyni (4514026 og hrafnjokuls@hotmail.com).


Tilhlökkun fyrir skákhátíđ í Árneshreppi

Hyrnan og Kolgrafarvík"Árneshreppur er einstök sveit og ég hlakka mikiđ til ađ koma ţangađ aftur, hitta fólkiđ í Bć og ađra vini mína í sveitinni," segir Jóhann Hjartarson stórmeistari sem er međal keppenda á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Mótiđ fer fram í Djúpavík nk. laugardag, 20. júní.

Ţriggja daga skákhátíđ fer í hönd í Árneshreppi og hefur fjöldi skákáhugamanna bođađ komu sína. Gestir eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst, enda síđustu forvöđ ađ tryggja sér gistingu!

Skákhátíđin hefst á föstudaginn klukkan 20 međ setningarathöfn í Djúpavík, ađ viđstöddum Kristjáni Möller samgönguráđherra, sem er heiđursgestur hátíđarinnar. Ađ lokinni setningarathöfn hefst tvískákmót. Tveir tefla saman í liđi og má búast viđ skemmtilegum ćvintýrum á skákborđinu.

Klukkan 12 á laugardag hefst Minningarmót Guđmundar Jónssonar og verđur teflt í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík. Ţađ er kyngimagnađur mótsstađur, einsog keppendur fengu ađ kynnast á síđasta ári.

Á sunnudag klukkan 13 verđur svo hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi og ţar lýkur hátíđinni.

Stöđugt bćtist viđ verđlaun í mótiđ. Sigurvegari mótsins fćr skúlptúr eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum, en af öđrum vinningum má nefna listaverk eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi, siglingu fyrir tvo á Hornstrandir, gistingu á Hótel Djúpavík, Bergistanga og gistiheimili Norđurfjarđar, handverk eftir Selmu á Steinstúni, Margréti í Norđurfirđi og silfurhálsmen eftir Jóhönnu í Árnesi. Ţá mun heppinn keppandi hreppa lambalćri frá Melum, en ţar er eitt frćgasta sauđfjárbú landsins.

Og ţetta er ekki allt og sumt. Vinningar eru einnig frá Forlaginu, 66° Norđur, bókaforlaginu Skugga, Henson og Kaupfélagi Steinsgrímsfjarđar -- ađ ógleymdum 100 ţúsund króna verđlaunapotti!

Ţátttakendur sem eiga eftir ađ skrá sig eru hvattir til ađ gera ţađ sem allra fyrst. Hóteliđ í Djúpavík er ađ verđa uppbókađ, og sama máli gegnir um gististađina í Norđurfirđi. Nóg pláss er á tjaldstćđum. Gisting er í bođi á eftirtöldum stöđum:

Hótel Djúpavík, sími 451 4037 Gistihúsiđ Norđurfirđi, sími 554 4089 Gistihúsiđ Bergistangi, Norđurfirđi, sími 4514003  Finnbogastađaskóli (tjaldstćđi), sími 4514012.

Nánari upplýsingar veita Róbert Harđarson (sími 696 9658, chesslion@hotmail.com), Hrafn Jökulsson (sími 4514026, hrafnjokuls@hotmail.com)


Skákhátíđ í Árneshreppi 19. til 21. júní

Guđmundur í ÁvíkJóhann Hjartarson stórmeistari, stigahćsti meistari íslenskrar skáksögu, verđur međal keppenda á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem haldiđ verđur í Djúpavík, laugardaginn 20. júní.

Athygli er vakin á ţví ađ Minningarmót Guđmundar tekur ađeins einn dag, en ađ skákhátíđin í Árneshreppi stendur frá föstudegi til sunnudags. Af öđrum keppendum má nefna stórmeistarana Henrik Danielsen og Ţröst Ţórhallsson, alţjóđameistarana Arnar Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson FIDE-meistara og Gunnar Björnsson forseta Skáksambandsins. Vonir standa til ađ Djúpavíkurmeistarinn 2008, Helgi Ólafsson, verđi međ, auk ţess sem von er á áhugamönnum á öllum aldri og úr öllum áttum.

Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Hćgt er ađ bóka gistingu í samráđi viđ skipuleggjendur eđa á eftirtöldum stöđum:

Hótel Djúpavík, sími 451 4037 Gistihúsiđ Norđurfirđi, sími 554 4089 Gistihúsiđ Bergistangi, Norđurfirđi, sími 4514003  Finnbogastađaskóli (svefnpokapláss og tjaldstćđi), sími 4514012

Dagskráin hefst í Djúpavík föstudagskvöldiđ 19. júní međ setningarathöfn og tvískákarmóti – en ţađ er mjög skemmtilegt listform ţar sem tveir eru saman í liđi.Laugardaginn 20. júní klukkan 12 hefst ađalviđburđur helgarinnar í Djúpavík: Minningarmót Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík. Mótinu lýkur síđdegis međ verđlaunaafhendingu og grilli.Fiskimađurinn frćkniVerđlaun eru sannarlega glćsileg.

Auk 100 ţúsund króna verđlaunapotts eru fjöldi góđra vinninga. Ţar má nefna skúlptúr eftir Guđjón frá Dröngum, listmun eftir Valgeir í Árnesi, siglingu fyrir tvo norđur ađ Horni, silfurnisti eftir Jóhönnu í Árnesi, gistingu í Norđurfirđi, Hótel Djúpavík og sundlaugarhúsinu Krossnesi, landsins besta lambakjöt frá Melum, slćđur frá Persíu og Arabíu, hannyrđir Selmu á Steinstúni, málsverđ fyrir tvo í Kaffi Norđurfirđi,  og bćkur frá Forlaginu og Skugga.

Á sunnudeginum klukkan 13 er svo komiđ ađ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.  Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem er til ađ tefla eđa sýna sig og sjá ađra. Ţátttaka er ókeypis.Skákmeistarinn

Međ hátíđinni núna viljum viđ heiđra minningu Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík, sem jafnan var hrókur alls fagnađar á skákţingum einsog öđrum mannmótum.

Viđ leiđum saman heimamenn og gesti, stráka og stelpur, mjóa og feita, unga og gamla. Allt í samrćmi viđ kjörorđ FIDE og Hróksins: Viđ erum ein fjölskylda.

Sett hefur veriđ upp Facebook-síđan Skákhátíđ í Árneshreppi á Ströndum. Upplýsingar og skráning: Róbert Lagerman, chesslion@hotmail.com, sími 6969658 Hrafn Jökulsson, hrafnjokuls@hotmail.com, sími 4514026.

Palli á Grćnlandi

Palli á GrćnlandiÓmar Óskarsson ljósmyndari Morgunblađsins tók ţessa frábćru mynd af Páli Gunnarssyni á Grćnlandi 2003.

Ţá skipulögđu Hróksmenn fyrsta alţjóđlega skákmótiđ í sögu Grćnlands.

Páll tefldi ađ sjálfsögđu á mótinu og stóđ sig međ sóma.

 

Fleiri fréttir birtast á nćstu dögum frá Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík, og hátíđinni í Árneshreppi. 

Viđ vekjum athygli á frábćrri grein Helga Ólafssonar í Morgunblađinu í dag, ţriđjudag, og hvetjum Djúpavíkurfara til ađ senda okkur línu, til birtingar á heimasíđunni okkar, í hrafnjokuls@hotmail.com


Henrik sigrađi í Kaffi Norđurfirđi

Róbert og HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen sigrađi á hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi á ţriđja og síđasta degi skákhátíđar í Árneshreppi.

34 keppendur mćttu til leiks í Kaffi Norđurfirđi, nýjum veitingastađ í Árneshreppi sem opnađi 17. júní. Henrik, sem var stigahćstur, leyfđi ađeins eitt jafntefli; gegn alţjóđameistaranum Arnari Gunnarssyni. Einar Valdimarsson deildi 2.-3. sćti međ Arnari og er ţađ skemmtilegur árangur hjá ţeim harđsnúna skákmanni.

Henrik hlaut peningaverđlaun fyrir sigurinn og hina glćsilegu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar, sem er nýkomin út hjá Forlaginu.

Vel fór um keppendur í Kaffi Norđurfirđi, enda ilmandi vöfflur og fleira góđgćti á bođstólum. Stađarhaldarar, Edda Hafsteinsdóttir og Guđlaugur Ágústsson, fengu taflsett ađ gjöf í tilefni af opnun stađarins og ţví geta skákmenn jafnan tekiđ eina bröndótta ţegar leiđin um Strandir.

Og ţađ verđur áreiđanlega fyrr en síđar: Skákhátíđin í Árneshreppi 2008 lukkađist frábćrlega, og ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ endutaka leikinn á nćsta ári.

Lokastađan í hrađskákmóti Hróksins í Kaffi Norđurfirđi:

1. sćti: Henrik Danielsen 5,5 vinningar 2.-3. sćti: Arnar Gunnarsson, Einar Valdimarsson 5 vinninga 4.-10. sćti: Páll Sigurđsson, Svanberg Pálsson, Nökkvi Sverrisson, Einar K. Einarsson, Ingţór Stefánsson, Kjartan Guđmundsson, Pétur Atli Lárusson 4 vinninga 11.-12. sćti: Sigurđur Sverrisson, Eiríkur Björnsson 3,5 vinning 13.-22. sćti: Hrannar Jónsson, Halldór Blöndal, Sverrir Unnarsson, Pétur Blöndal, Kormákur Bragason, Hreinn Ágústsson, Gunnar Nikulásson, Ćgir Ingólfsson, Lilja Grétarsdóttir, Arnar Valgeirsson 3 vinninga  23.-24. sćti: Paulus Napatoq, Róbert Ingólfsson 2,5 vinning 25.-29. sćti: Ingólfur Benediktsson, Kristján Albertsson, Guđmundur R. Guđmundsson, Sóley Pálsdóttir, Björn Torfason 2 vinninga 30.-32. Júlíana Guđlaugsdóttir, Guđmundur Jónsson, Andri Thorstensen 1,5 vinning 33.-34. sćti: Númi Ingólfsson, Ásta Ingólfsdóttir 1 vinning.


Ćttjarđarlögin ómuđu í veislulok

GFSíđasta atriđiđ á Skákhátíđ í Árneshreppi var sannarlega glćsilegt: Gamlir Fóstbrćđur ţöndu raddböndin á bryggjunni í Norđurfirđi undir glampandi sól fyrir stóran og ţakklátan hóp áheyrenda.

Ćttjarđarlögin nutu sín einstaklega vel međ fjöllin í Trékyllisvík í bakgrunni, hvert öđru tignarlegra.

Jónas Ingimundarson stjórnađi kórnum, sem kom gagngert til ađ slá botn í skákhátíđina, og fór á kostum milli laga.

Óhćtt er ađ segja ađ kórinn hafi unniđ hug og hjörtu allra viđstaddra, og vonandi er ţetta ađeins fyrsta heimsóknin af mörgum í Árneshrepp.


Meistarar úr öllum áttum

Skákmeistarar í lopapeysumÁrný Björnsdóttir frá Melum stóđ sig međ miklum sóma á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Hér stýrir hún hvítu mönnunum gegn Guđmundi í Stóru-Ávík, og lyktađi skákinni međ jafntefli eftir sviptingar.

Viđ hliđ hennar situr Stefán Herbertsson og teflir viđ Paulus Napatoq, heiđursgest hátíđarinnar. Ţar hafđi Paulus öruggan sigur.

 


Bestu kleinur í heimi

Jóhanna verslunarstjóriJóhanna í Árnesi sá um veitingasöluna í skákhöllinni í Djúpavík, og er óhćtt ađ segja ađ kleinurnar hafi sérstaklega slegiđ í gegn.

Allur ágóđi af sölunni rann í ferđasjóđ nemenda í Finnbogastađaskóla.


Vaskir piltar

Vaskir sveinarHér eru nokkrir harđsnúnir. Fremst sitja Kjartan Guđmundsson og Grímur Grímsson, ţar sem Grímur hafđi sigur eftir harđan atgang.

Einar K. Einarsson lagđi listamann hátíđarinnar, Kormák Bragason. Einar vann góđan sigur í flokki skákmanna međ minna en 2200 stig, og sigrađi meistarana Róbert Harđarson og Jakob Vang Glud.

Viđ enda borđsins grillir í Hrannar Jónsson, sem tefldi af alkunnri einurđ og festu.


Halldórar horfa á meistara

Íhugun á 66°Halldór Blöndal og Halldór Jón Kristjánsson bankastjóri niđursokknir í taflmennsku Helga Ólafssonar.

Áhyggjur af ástandinu í kauphöllum heimsins gufuđu upp í skákhöllinni viđ ysta haf.

 


Á sama tíma ađ ári

Eva í DjúpavíkEva hótelhaldari í Djúpavík tók vel á móti gestum skákhátíđarinnar, og allt gistirými í gamla síldarţorpinu var notađ.

Hótel Djúpavík er tvímćlalaust eitt skemmtilegasta hótel á landinu, og ţótt víđar vćri leitađ.

Eva og Ásbjörn stađarhaldari unnu ötullega ađ undirbúningi stórmótsins og leystu öll mál sem leysa ţurfti.

Ţegar er byrjađ ađ undirbúa skákhátíđ í Djúpavík 2009...


Fjórir góđir og íslenski fáninn

Ögurstund...Brćđurnir Róbert og Númi Ingólfssynir úr Árnesi eru vaskir skákmenn. Hér hefur hvíta drottningin ráđist inn í herbúđir Guđmundar Guđmundssonar, sem fćr áfallahjálp frá áhorfanda.

Skákmađurinn efnilegi úr Eyjum, Nökkvi Sverrisson, sem hreppti 2. sćtiđ í flokki grunnskólabarna, fylgist međ.


Tvöfaldur sigur Björns á Melum

Sigur-BjörnBjörn Torfason bóndi á Melum var eini tvöfaldi sigurvegarinn í Djúpavík. Hann varđ efstur í flokki stigalausra skákmanna, sem og í flokki Strandamanna.

Skćđasti keppinautur Björns var Ingólfur Benediktsson í Árnesi, sem varđ í 2. sćti í báđum flokkunum.

Ađrir heimamenn á mótinu voru Kristján Albertsson, Róbert Hlífar Ingólfsson, Númi Ingólfsson, Árný Björnsdóttir, Guđmundur Jónsson, Guđmundur Ţorsteinsson, Ásta Ţorbjörg Ingólfsdóttir.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband