Helgi Ólafsson stórmeistari sigrađi á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar, sem haldiđ var í Djúpavík laugardaginn 20. júní. Mótiđ var fjölmennt, fjörugt og tókst framúrskarandi vel. Stórmeistarar röđuđu sér í fjögur efstu sćtin, en verđlaun voru veitt í mörgum flokkum.
Minningarmót Guđmundar Jónssonar var haldiđ í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, sem breytt hafđi veriđ í sannkallađa skákhöll.
Jafnframt var opnuđ sýning á ljósmyndum dr. Kára Stefánssonar úr ríki fjörunnar. Myndir Kára er í senn hrífandi og glćsilegar og veittu keppendum góđan innblástur yfir taflborđinu.
Helgi Ólafsson tefldi af miklu öryggi og fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Nćstur kom Ţröstur Ţórhallsson, sem var í efsta sćti um hríđ, og ţriđji varđ Jóhann Hjartarson.
Sigurvegari í kvennaflokki varđ Erla Margrétar Gunnarsdóttir, Gabríel Kári Mánason sigrađi í flokki grunnskólabarna og Jón Gunnar Jónsson hlaut flesta vinninga skákmanna međ minna en 2100 stig. Hrafn Jökulsson sigrađi í flokkum heimamanna og stigalausra skákmanna.
Ţá voru veitt sérstök verđlaun fyrir háttvísi, og ţau komu í hlut Vigfúsar Vigfússonar, hins nýja formanns Hellis sem ţótti sýna mikinn drengskap á mótinu. Verđlaunin voru ekki af lakari endanum, ljúffengt lambalćri frá Melum í Árneshreppi. Best klćddu keppendurnir voru valdir Elvar Guđmundsson og Erla Margrét Gunnarsdóttir.
Fyrir sigurinn á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar hlaut Helgi Ólafsson 50 ţúsund krónur og stórbrotinn verđlaunagrip eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum. Um er ađ rćđa skúlptúr, unninn úr rekaviđi, vel á annan metra á hćđ og ţurfti fjóra vaska menn til ađ bera hann inn í skáksalinn. Margir ađrir vinningar á skákhátíđinni voru ćttađir úr Árneshreppi, hannyrđir og listmunir, gisting og siglingar, svo nokkuđ sé nefnt.
Viđ segjum fleiri fréttir af mótinu og skákhátíđinni í Árneshreppi á nćstu dögum.
Lokastađan á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar:
1. sćti: Helgi Ólafsson (2522 stig) 8 vinningar.
2. sćti: Ţröstur Ţórhallsson (2442) 7,5 vinningar.
3. sćti: Jóhann Hjartarson (2596) 7 vinningar.
4. sćti: Henrik Danielsen (2482) 6,5 vinningar.
5.-8. sćti: Pétur Atli Lárusson (2128), Áskell Örn Kárason (2239), Gylfi Ţórhallson (2232), Jón Gunnar Jónsson (1660) 6 vinningar.
9.-14. sćti: Guđmundur Gíslason (2351), Björn Ţorfinnsson (2422), Elvar Guđmundsson (2324), Gunnar Björnsson (2135), Árni Ármann Árnason (2142) Jorge Fonseca (2040) 5,5 vinningar.
15.-21. sćti: Vigfús Óđinn Vigfússon (2051), Magnús Gíslason (1980), Dađi Guđmundsson (1950), Gísli Gunnlaugsson (1830), Hrafn Jökulsson, Stefán Karlsson, Hallgrímur Guđmundsson 5 vinningar.
22.-25. sćti: Jakob Thorarensen, Bragi Halldórsson (2238), Arngrímur Ţór Gunnhallsson (1955), Gunnar Nikulásson (1550) 4,5 vinningar.
26.-34. sćti: Atli Viđar Thorstensen, Jóhann Örn Bjarnason, Ólafur Thorarensen, Ingólfur Benediktsson, Gunnar Dalkvist, Kristján Albertsson, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Gabríel Máni Kárason, Guđmundur Rafn Guđmundsson 4 vinningar.
35.-37. sćti: Andri Thorstensen, Viđar Gylfason, Ásrún Bjarnadóttir 3,5 vinningar.
38.-41. sćti: Nökkvi Mikaelsson, Saga Kjartansdóttir, Björn Torfason, Unnur Jóna Stefánsdóttir 3 vinningar.
42. sćti: Júlíana Lind Guđlaugsdóttir 2,5 vinningar.
43.-44. sćti: Magni Snćr Kjartansson, HafsteinnŢór Hafsteinsson 2 vinningar.
45. sćti: Ástrós Guđmundsdóttir 1 vinningur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk kćrlega fyrir frábćra Skákhátíđ, ţiđ eigiđ heiđur skiliđ fyrir flott mót :)
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 22.6.2009 kl. 16:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.