Ódýrt gistipláss, góð veðurspá og best klæddu keppendurnir...

Chesslion vs GM Ólafsson, Djúpavík 2008. Jafntefli.Búið er að panta mest allt gistirými í Árneshreppi um helgina, svo gestir skákhátíðarinnar ættu að bregðast við skjótt, eigi þeir eftir að tryggja sér gistingu.

Tvö herbergi eru enn laus á Hótel Djúpavík (sími 4514037) en nóg pláss er í svefnpokagistingu í húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.

Gestir á skákhátíð þurfa aðeins að greiða 2500 krónur fyrir nóttina í Norðurfirði. Aðstaðan er mjög góð, umhverfið fagurt og örstutt í verslun og kaffihús. Hafið samband við Laugu í Norðurfirði í síma 4514017 -- sem fyrst!

Skráningum á mótið fjölgar stöðugt og má búast við a.m.k. 40-50 keppendum í afskekktustu (og fegurstu) sveit landsins.

Veðurspáin er góð.

Best klæddi keppandinn 2008: Guðfríður Lilja.Keppendur á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar á laugardaginn ættu að hafa í huga að dómnefnd velur best klæddu keppendurna, karl og konu (eða strák og stelpu), sem fá sérstök verðlaun. Bryddað var upp á þessari skemmtilegu nýbreytni á síðasta ári.

Þá var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir valin best klæddi keppandinn, enda í þjóðlegum og fallegum fatnaði, sem hentaði vel til taflmennsku í gömlu síldarverksmiðjunni.

Skráning og upplýsingar hjá Róbert Lagerman (sími 6969658, chesslion@hotmail.com) og Hrafni Jökulssyni (4514026 og hrafnjokuls@hotmail.com).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband