23.6.2008 | 12:17
Henrik sigraði í Kaffi Norðurfirði
Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði á hraðskákmóti Hróksins í Kaffi Norðurfirði á þriðja og síðasta degi skákhátíðar í Árneshreppi.
34 keppendur mættu til leiks í Kaffi Norðurfirði, nýjum veitingastað í Árneshreppi sem opnaði 17. júní. Henrik, sem var stigahæstur, leyfði aðeins eitt jafntefli; gegn alþjóðameistaranum Arnari Gunnarssyni. Einar Valdimarsson deildi 2.-3. sæti með Arnari og er það skemmtilegur árangur hjá þeim harðsnúna skákmanni.
Henrik hlaut peningaverðlaun fyrir sigurinn og hina glæsilegu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Hestar, sem er nýkomin út hjá Forlaginu.
Vel fór um keppendur í Kaffi Norðurfirði, enda ilmandi vöfflur og fleira góðgæti á boðstólum. Staðarhaldarar, Edda Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Ágústsson, fengu taflsett að gjöf í tilefni af opnun staðarins og því geta skákmenn jafnan tekið eina bröndótta þegar leiðin um Strandir.
Og það verður áreiðanlega fyrr en síðar: Skákhátíðin í Árneshreppi 2008 lukkaðist frábærlega, og þegar hefur verið ákveðið að endutaka leikinn á næsta ári.
Lokastaðan í hraðskákmóti Hróksins í Kaffi Norðurfirði:
1. sæti: Henrik Danielsen 5,5 vinningar 2.-3. sæti: Arnar Gunnarsson, Einar Valdimarsson 5 vinninga 4.-10. sæti: Páll Sigurðsson, Svanberg Pálsson, Nökkvi Sverrisson, Einar K. Einarsson, Ingþór Stefánsson, Kjartan Guðmundsson, Pétur Atli Lárusson 4 vinninga 11.-12. sæti: Sigurður Sverrisson, Eiríkur Björnsson 3,5 vinning 13.-22. sæti: Hrannar Jónsson, Halldór Blöndal, Sverrir Unnarsson, Pétur Blöndal, Kormákur Bragason, Hreinn Ágústsson, Gunnar Nikulásson, Ægir Ingólfsson, Lilja Grétarsdóttir, Arnar Valgeirsson 3 vinninga 23.-24. sæti: Paulus Napatoq, Róbert Ingólfsson 2,5 vinning 25.-29. sæti: Ingólfur Benediktsson, Kristján Albertsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Sóley Pálsdóttir, Björn Torfason 2 vinninga 30.-32. Júlíana Guðlaugsdóttir, Guðmundur Jónsson, Andri Thorstensen 1,5 vinning 33.-34. sæti: Númi Ingólfsson, Ásta Ingólfsdóttir 1 vinning.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.