Ættjarðarlögin ómuðu í veislulok

GFSíðasta atriðið á Skákhátíð í Árneshreppi var sannarlega glæsilegt: Gamlir Fóstbræður þöndu raddböndin á bryggjunni í Norðurfirði undir glampandi sól fyrir stóran og þakklátan hóp áheyrenda.

Ættjarðarlögin nutu sín einstaklega vel með fjöllin í Trékyllisvík í bakgrunni, hvert öðru tignarlegra.

Jónas Ingimundarson stjórnaði kórnum, sem kom gagngert til að slá botn í skákhátíðina, og fór á kostum milli laga.

Óhætt er að segja að kórinn hafi unnið hug og hjörtu allra viðstaddra, og vonandi er þetta aðeins fyrsta heimsóknin af mörgum í Árneshrepp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband