22.6.2008 | 10:13
Á sama tíma að ári
Eva hótelhaldari í Djúpavík tók vel á móti gestum skákhátíðarinnar, og allt gistirými í gamla síldarþorpinu var notað.
Hótel Djúpavík er tvímælalaust eitt skemmtilegasta hótel á landinu, og þótt víðar væri leitað.
Eva og Ásbjörn staðarhaldari unnu ötullega að undirbúningi stórmótsins og leystu öll mál sem leysa þurfti.
Þegar er byrjað að undirbúa skákhátíð í Djúpavík 2009...
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.