22.6.2008 | 00:41
Best klæddi keppandinn
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hlaut sérstök verðlaun fyrir að vera best klæddi keppandinn, að mati sérstakrar dómnefndar.
Í umsögn dómnefndar sagði að klæðnaður Lilju væri í senn þjóðlegur og frumlegur, en jafnframt mjög hentugur til taflmennsku í gamalli síldarverksmiðju.
Róbert afhenti Lilju verðlaunin undir dynjandi lófaklappi.
Á myndinni er Lilja með verðlaunin, ljósmyndabókina Hestar eftir Sigurgeir Sigurjónsson.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.