Matseðill meistarans

Helgi og RóbertHelgi Ólafsson sigraði á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík af miklu öryggi. Hann vann í fyrstu 6 skákunum, og tefldi í senn af snerpu og listfengi.

Fórnarlömbin voru engir aukvisar: Guðmundur Þorsteinsson á Finnbogastöðum, Eiríkur Björnsson, Björn Þorfinnsson, Espen Lund, Arnar Gunnarsson og Jakob Vang Glud.

Í sjöundu umferð lenti Helgi í kröppum sjó gegn Róbert Harðarsyni, sem var skiptamun yfir, þegar friður var saminn í tímahraki.

Í áttundu umferð lagði Helgi Guðmund Kjartansson í snyrtilegri skák og í síðustu umferðinni gerði hann nett jafntefli við danska alþjóðameistarann Simon Bekker-Jensen.

Samtals 8 vinningar í 9 skákum. Átta af andstæðingum Helga hafa alþjóðleg skákstig og höfðu að meðaltali 2372 stig.

Myndin: Róbert stöðvar sigurgöngu Helga í 7. umferð. Friður saminn eftir sviptingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband