21.6.2008 | 01:22
Mundi kominn með tafl frá Kasparov
Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum brann til kaldra kola, en Guðmundur komst með naumindum úr eldinum. Allt brann, nema eitt viskastykki sem Guðmundur notaði sem skýluklút í reyknum.
Hrafn Jökulsson færði Guðmundi gjöf frá Hróknum, taflborð áritað af Gary Kasparov fv. heimsmeistara, ásamt eðalskáksetti.
Guðmundur tefldi við Helga Ólafsson stórmeistara í 1. umferð mótsins, og sýndi hinum margfalda Íslandsmeistara harða mótspyrnu. Mundi fékk 2 vinninga af 4, og skemmti sér konunglega, einsog aðrir keppendur á Pálsmótinu.
Milli Hrafns og Munda sjást meistarar tveir: Guðmundur í Ávík og Helgi Ólafsson.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.