Gott veður á Ströndum um helgina

Oddný og Guðmundur.Góðu veðri er spáð á Ströndum nú um helgina, sól og hægum vindi. Og það ætti að fara vel um skákmenn í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík, þar sem Minningarmót Páls Gunnarssonar verður haldið.

Meðal meistara sem skráðir eru til leiks eru Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen, Arnar Gunnarsson, Björn Þorfinnsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Mótið er öllum opið, byrjendum jafnt sem meisturum, bændum og borgarbörnum. Enn er hægt að fá gistingu í Norðurfirði, en þar verður einmitt hraðskákmót á sunnudaginn.

Allar upplýsingar er að finna hérna.

Myndin var tekin 17. júní, þegar nýr veitingastaður, Kaffi Norðurfjörður, var vígður með pompi og prakt. Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, ræðir við Guðmund Þorsteinsson bónda á Finnbogastöðum, sem missti hús sitt og innbú í stórbruna daginn áður.

Guðmundur er einn af betri skákmönnum Árneshrepps, og hefur tekið skaða sínum einsog sönnum skákmanni sæmir: Ekki tjóar að fást um það sem orðið er, heldur þarf að finna besta leikinn í stöðunni -- og tefla svo til sigurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband