13.6.2008 | 10:36
Meistararnir mæta í Djúpavík
Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson hefur bæst í hóp keppenda á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Þá hafa tveir af okkar efnilegustu skákmönnum skráð sig til leiks, þeir Guðmundur Kjartansson og Ingvar Ásbjörnsson.
Þeir bætast í hóp meistaranna Helga Ólafssonar, Henriks Danielsens, Björns Þorfinnssonar og Stefáns Kristjánssonar. Fleiri stigaháir skákmenn eru að íhuga þátttöku, en vert er að undirstrika að mótið er öllum opið, enda veitt verðlaun fyrir bestan árangur stigalausra skákmanna, barna, Strandamanna og skákmanna með minna en 2200 stig. Það eru allir velkomnir í Djúpavík.
Kjörorð Hróksins og alþjóðaskáksambandsins er einmitt: Við erum ein fjölskylda.
Myndin: Fossinn Eiðrofi fellur fram af tignarlegu hamrabelti fyrir ofan gömlu síldarverksmiðjuna í Djúpavík.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.