13.6.2008 | 10:21
Hægt að fá gistingu í Norðurfirði
Enn er hægt að fá gistingu í Árneshreppi meðan á Minningarmóti Páls Gunnarssonar stendur.
Troðfullt verður í Hótel Djúpavík og skólanum á Finnbogastöðum, en ennþá er laust á tveimur stöðum í Norðurfirði.
Þar er verslunarstaður og höfn Árneshrepps, og 17. júní verður opnað þar kaffihús. Þar verður einmitt hraðskákmót haldið sunnudaginn 22. júní, í kjölfar mótsins í Djúpavík.
Um er að ræða svefnpokapláss eða uppábúin rúm í mjög snyrtilegum húsakynnum á skemmtilegum stað.
Áhugsamir geta snúið sér til Eddu í síma 554 4089 eða Margrétar í síma 451 4003.
Þeir sem ekki hafa tryggt sér bílfar norður ættu að tala sem fyrst við Sigrúnu eða Róbert.
Sigrún Baldvinsdóttir: sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is sími 6987307
Róbert Harðarson: chesslion@hotmail.com
Myndin: Regnbogi í Norðurfirði.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.