Enginn venjulegur verðlaunabikar

Valgeir BenediktssonTil mikils er að vinna á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Sigurvegarinn fær 100 þúsund krónur og glæsilega skál úr smiðju listamannsins Valgeirs Benediktssonar í Árnesi.

Valgeir hefur á síðustu árum byggt upp Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík, en það er einstaklega skemmtilegt safn um liðna tíð í Árneshreppi. Þar er einnig hægt að kaupa handverk hreppsbúa, allt frá listilega prjónuðum smábarnahosum til smíðisgripa úr rekaviði.

Ferð í Kört er ómissandi fyrir þá sem koma í Árneshrepp.

Á myndinni er Valgeir Benediktsson með skálina góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband