7.6.2008 | 15:58
Blindur grænlenskur piltur á Minningarmóti Páls í Djúpavík
Sextán ára gamall grænlenskur piltur, Paulus Napatoq, sem verið hefur blindur fá fæðingu verður meðal keppenda á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 20. og 21. júní.
Paulus kemur alla leið frá þorpinu Ittoqqortoormiit, en engin byggð er norðar á austurströnd Grænlands. Þangað hafa liðsmenn Hróksins farið síðustu 2 árin, og það var í fyrra sem Paulus lærði mannganginn á undraskömmum tíma. Við það tækifæri var Paulus gerður að heiðursfélaga í Hróknum.
Þegar Hróksmenn voru aftur á ferð í Ittoqqortoormiit um páskana sigraði Paulus á skákmóti, þar sem keppendur voru 70, og sýndi að hann er engum líkur.
Hann fer líka létt með að aka hundasleða og fer allra sinna ferða í þessu litla þorpi, þar sem 700 kílómetrar eru í næstu byggð.
Smellið hér til að lesa meira um ferðir Hróksins í nyrstu byggðum Grænlands.
Myndin: Paulus krýndur sigurvegari á móti Hróksins í Klæðningar nú um páskana.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.