Helgi Ólafsson á Minningarmóti Páls Gunnarssonar!

Helgi ÓlafssonÞað er ljóst að hart verður barist í Djúpuvík eftir 2 vikur.

Hinn margfaldi Íslandsmeistari Helgi Ólafsson mætir til leiks á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík. Þetta eru frábærar fréttir, enda er Helgi einhver skemmtilegasti og sókndjarfasti skákmaður sem Íslendingar hafa eignast.

Helgi (f. 1956) varð þriðji stórmeistari Íslendinga, á eftir Friðrik Ólafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni. Hann hefur margoft teflt fyrir Íslands hönd með miklum sóma. Þá er hann skólastjóri Skákskóla Íslands og hefur unnið mikið starf með ungum skákmönnum.

Skákmenn og gestir ættu að skrá sig tafarlaust, því allt gistirými í Árneshreppi er að fyllast.

Allar upplýsingar um mótið: Smelltu hér!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband