Henrik með í Djúpavík, skráið ykkur sem fyrst

Henrik stórmeistariHenrik Danielsen stórmeistari verður með á minningarmótinu um Pál Gunnarsson Djúpavík, en hann hefur farið mikinn í íslensku skáklífi síðustu árin. Henrik er danskrar ættar, en gerðist íslenskur ríkisborgari 2004, svo hann gæti af fullum krafti tekið þátt í "íslenska skákævintýrinu", einsog hann orðaði það.

Henrik leiddi verkefni Þróunarsamvinnustofnunar, Hróksins og Skáksambands Íslands í Namibíu, sem heppnaðist framúrskarandi vel, og hefur margoft verið í sveitum Hróksins að boða fagnaðarerindi skákarinnar á Grænlandi.

Henrik hefur áður teflt í Árneshreppi, á sterku móti sem Hrókurinn hélt 2005.

Fleiri stórmeistarar hafa boðað komu sína á minningarmót Páls Gunnarssonar 20. og 21. júní, svo fylgist með!

Áhugasamir skákmenn á öllum aldri eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, svo gisting finnist fyrir alla!

Skráningu annast og upplýsingar veita:

Sigrún Baldvinsdóttir sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is sími 6987307

Róbert Harðarson chesslion@hotmail.com

Hrafn Jökulsson hrafnjokuls@hotmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband