15.5.2008 | 21:17
Stórmót í Djúpavík til minningar um Pál Gunnarsson
Tefldar verđa 9 umferđir, ţrjár föstudagskvöldiđ 20. júní og sex laugardaginn 21. júní. Umhugsunartími er 20 mínútur fyrir hverja skák. Sunnudaginn 22. júní fer svo fram hrađskákmót í Trékyllisvík.
Međal skákmeistara sem ţegar hafa skráđ sig til leiks eru Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson, Elvar Guđmundsson, Einar K. Einarsson og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir.
Ţá mun vinir og félagar Páls Gunnarssonar úr Hróknum fjölmenna og segir Sigrún Baldvinsdóttir dagskrárstjóri hátíđarinnar ađ menn hafi bođađ komu sína siglandi, fljúgandi, ríđandi og akandi.
1. verđlaun á minningarmótinu eru 100 ţúsund krónur, 2. verđlaun 50 ţúsund, 3. verđlaun 30 ţúsund, 4. verđlaun 20 ţúsund og 5. verđlaun 15 ţúsund.
Ţá eru veitt verđlaun fyrir besta frammistöđu Strandamanna, stigalausra skákmanna og skákmanna međ minna en 2200 stig. Í hverjum flokki eru 1. verđlaun 15 ţúsund, 2. verđlaun 10 ţúsund og ný bók í 3. verđlaun.
Ennfremur eru veitt 15 ţúsund króna verđlaun fyrir bestan árangur kvenna, heldri borgara og grunnskólabarna, auk bókavinninga. Fleiri eiga von á glađningi, en međal verđlaunagripa verđa handunnin listaverk af Ströndum.
Ţá verđa vegleg verđlaun á hrađskákmótinu, sem haldiđ verđur í kjölfar atskákmótsins.
Skákmenn á öllum aldri eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst til ţátttöku hjá Róbert Harđarsyni (chesslion@hotmail.com) eđa hjá Sigrúnu Baldvinsdóttur í (sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is, sími 698-7307) og mun hún m.a. hjálpa fólki viđ ađ finna gistingu og veita upplýsingar um hátíđina ađ öđru leyti.
Gistingu er hćgt ađ fá í Hótel Djúpavík og víđar í Árneshreppi, auk ţess sem tjaldstćđi er í Trékyllisvík og Norđurfirđi. Gestir í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi, eiga í vćndum ađ kynnast stórbrotinni náttúru og sögu viđ ysta haf.
Páll Gunnarsson (1961-2006) tók ţátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liđsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ćttađur var af Ströndum, var einn traustasti liđsmađur Hróksins og tók virkan ţátt í skáklandnáminu á Grćnlandi. Međ mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiđra minningu ţessa góđa drengs.
Á ţessari síđu segjum viđ fréttir af hátíđinni og minnumst Páls vinar okkar.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Athugasemdir
glćsilegt framtak. stefni á ađ njóta vistar ađ ströndum - og líka ađ vinna mér inn nýja bók-...
arnar valgeirsson, 15.5.2008 kl. 22:59
Arnar!!! Bók!! Hóvćrđ er ţetta(: Já flott framtak hjá ţér Hrafn, ađ skella upp ţessari síđu.
sigrún baldvinsdóttir (IP-tala skráđ) 16.5.2008 kl. 09:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.