Vinįtta, viršing og traust

Eftir Finnboga Gunnlaugsson. 

Pįll Gunnarsson ķ Flatey, 2004.Ég kveš ķ dag minn góša starfsmann og vinnufélaga Pįl Gunnarsson sem fallinn er frį um aldur fram. Pįll hafši starfaš hjį Samskipum ķ tuttugu įr žegar hann lést og langmestan žann tķma į žeim svišum ķ fyrirtękinu sem ég hafši og hef meš aš gera. Nś sķšustu sex įrin störfušum viš saman ķ Ķsheimum sem er frystivörumišstöš Samskipa - Pįll hafši starfaš žar frį upphafi en hśn var tekin ķ notkun įriš 1998.

Žaš eru vart til nógu sterk orš til aš lżsa Pįli sem starfsmanni en ég verš aš segja, aš Pįll var, aš öšrum ólöstušum, einn sį allra besti starfsmašur sem ég hef haft ķ vinnu allan žann tķma sem viš unnum saman. Hann var haršduglegur, samviskusamur, og fljótur aš nį réttum tökum į žvķ sem honum var fališ enda brįšvel gefinn.

Pįll var sį mašur sem ég gat įvallt treyst į žegar mikiš lį viš og lķtill fyrirvari var til stefnu viš žau verkefni sem viš žurftum aš glķma viš ķ frystigeymslum Samskipa viš losun og lestun gįma og skipa į öllum tķmum sólarhringsins. Hann gat leyst alla ašra stafsmenn af žegar žess žurfti og var žį alveg sama į hvaša sviši var og kom žaš sér afskaplega vel fyrir vinnustašinn.

Pįll sagši oft ekki mikiš en gerši žeim mun meira en alltaf var gaman aš tala viš hann žegar hann vildi koma skošunum sķnum į framfęri žvķ hann lį heldur ekki į žeim og var vel inni ķ öllum mįlum žjóšlķfsins og hafši aš mķnu mati mikla réttlętiskennd sem marga skortir ķ dag. Žessir kostir Pįls uršu til žess aš hann skapaši sér įvallt viršingu og traust samstarfsmanna sinna į hverjum tķma og skipti žį ekki mįli į hvaša aldri žeir voru.

Hann var ķ fyrsta hópi nemenda sem śtskrifušust 2002 śr Hafnarskóla sem var stofnašur įriš 2001 af Samskipum, MFA og Eflingu žar sem nįmsskrįin var fjölbreytt og nįmiš alls 250 stundir. Framkvęmdarstjóri MFA, sem hafši yfirumsjón meš nįminu, hringdi ķ mig til aš segja mér hversu afburšavel Pįll hefši stašiš sig ķ žessu nįmi og svaraši ég žvķ til aš žaš kęmi mér ekki į óvart. Hann tók meirapróf į bķl į sķšasta įri og eins og allt annaš sem hann tók sér fyrir hendur var žaš honum létt verk.

Ég hafši ekki mikiš samband viš Pįl utan vinnu en žaš kom žó fyrir žegar skemmtanir voru hjį fyrirtękinu og var hann žį alltaf glerfķnn og sjįlfum sér og öšrum til sóma og hafši vit į žvķ aš lįta sig hverfa žegar leikar stóšu sem hęst. Hann talaši aldrei illa um annaš fólk ķ mķn eyru ef undan er skilinn einn ónefndur stjórnmįlamašur sem hafši ekki sömu sżn į velferš žjóšmįla sem Pįll hafši.

Žessir sķšustu dagar hafa veriš erfišir fyrir okkur sem störfušum meš Pįli eftir aš hann fór frį okkur ķ sķšasta sinn en um leiš fyrir mig og ég held ég geti talaš fyrir munn annarra sem unnu meš honum aš efst ķ huga okkar er žakklęti yfir žvķ aš hafa fengiš aš starfa meš svo góšum dreng eins lengi og raun varš į en um leiš söknušur yfir žvķ aš hafa hann ekki lengur į mešal okkar. En hann mun ekki gleymast og hans mun oft verša minnst į okkar vinnustaš fyrir allt žaš góša sem hann hafši fram aš fęra. Fjölskyldu Pįls fęri ég mķnar innilegustu samśšarkvešjur žvķ žar er söknušurinn mestur.

Birtist ķ Morgunblašinu 23. maķ 2006.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband