26.4.2010 | 12:32
Afmćlismót Friđriks Ólafssonar í Djúpavík 2010
Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem Hrókurinn og félagar efna til skákhátíđar í Árneshreppi. Áriđ 2008 sigrađi Helgi Ólafsson á Minningarmóti Páls Gunnarssonar og tryggđi sér sćmdarheitiđ Djúpavíkurmeistari í skák. Helgi varđi titilinn međ glćsilegum sigri á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem fram fór í Djúpavík í fyrra.
Mótiđ er öllum opiđ. Keppnisgjald er 1500 krónur en ókeypis fyrir börn, 18 ára og yngri, og fólk eldra en 60 ára. Ţá er ókeypis fyrir konur, enda fer Afmćlismót Friđriks fram á sjálfan kvennadaginn.
Teflt er í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík, sem reist var á fjórđa áratug síđustu aldar og var ţá stćrsta verksmiđja á Íslandi. Andblćr liđins tíma, einstök náttúrufegurđ og blómlegt mannlíf í Árneshreppi skapa frábćrt andrúmsloft fyrir hátíđ, ţar sem skákunnendur úr öllum áttum koma saman.Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ hátíđin í ár skuli tileinkuđ afmćli Friđriks Ólafssonar, sem fyrstur Íslendinga varđ stórmeistari í skák og var um árabil í hópi fremstu skákmanna heims.
Hátíđin hefst á föstudagskvöldiđ 18. júní međ tvískákmóti, en ţađ er skemmtilegt keppnisform ţar sem tveir eru saman í liđi. Afmćlismót Friđriks Ólafssonar er haldiđ laugardaginn 19. júní og daginn eftir verđur hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi. Ţá verđur efnt til hliđarviđburđa af ýmsu tagi, auk ţess grillađ verđur og efnt í mikla brennu. Ţá gefst gestum ađ sjálfsögđu tími til ađ kynnast dásemdum Árneshrepps og njóta lífsins ţar sem vegurinn endar.
Veitt verđa peningaverđlaun á Afmćlismóti Friđriks Ólafssonar en ekki er minna vert um vinninga frá fólkinu í Árneshreppi. Í fyrra gátu menn unniđ bátsferđ á Hornstrandir, gistingu í rómantísku smáhýsi á heimskautsbaug, gómsćtt lambalćri, listilega prjónađar húfur, trefla og vettlinga, útskorna muni úr rekaviđi og fleira og fleira.
Búast má viđ mörgum góđum gestum, auk ţess sem heimamenn á Ströndum fjölmenna ađ vanda. Ćskilegt er ađ keppendur skrái sig sem fyrst og gangi frá gistingu. Nánari upplýsingar og skráning hjá Hrafni Jökulssyni í hrafnjokuls@hotmail.com og Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com eđa 6969658.Dagskrá Skákhátíđar í Árneshreppi 2010:
Föstudagur 18. júní: Tvískákmót í Djúpavík, klukkan 20.
Laugardagur 19. júní: Afmćlismót Friđriks Ólafssonar í Djúpavík, klukkan 13. Verđlaunaafhending klukkan 17. Grill og brenna um kvöldiđ.
Sunnudagur 20. júní: Hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, klukkan 13
Gististađir í Árneshreppi:
Hótel Djúpavík, sími 4514037
Gistihús Norđurfjarđar, sími 554 4089
Gistihúsiđ Bergistangi í Norđurfirđi, sími 4514003
Finnbogastađaskóli (tjaldstćđi, svefnpokapláss), sími 4514012
Ferđafélag Íslands, Norđurfirđi, sími 4514017
Fróđlegar vefsíđur:
Freydís -- siglingar um Strandir
Kört -- landsins skemmtilegasta safn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.